Gallery pizza Hvolsvelli

Á Hvolsvelli er veitingastaður sem heitir Gallerí Pizza sem er með fínt aðgengi sem er með ramp, örlítill þröskuldur er til að komast inn .

Klósett er inná veitingastaðnum sem er aðgengilegt þeim sem eru í handknúnum hjólastól en er of lítið fyrir þá sem eru í rafmagnsstól.

GALLERY PIZZA RESTAURANT 

Hvolsvegur 29, 860 Hvolsvöllur

gallerypizza.is

Neó pizza Laugavegi 81

Við fórum á Neó Pizza fengum okkur pizzu. Hef aldrei komið þar inn. Kom skemmtilega á óvart þar er steyptur rampur ekkert mál að komast inn. Hægt að komast alveg undir borðið mér hjólastólinn og pláss fyrir alla. Einnig er klósett inná á staðnum. Það þarf að biðja um lykil af klósettinu hjá starfsfólki. Ég mæli með staðnum. Mjög góðar þunnbotna pizzur.

www.neopizza.is